Ormsstaðir er fjölskyldurekið svínabú sem hefur verið starfandi yfir 30 ár. 

Við viljum núna gefa þér kost á því að kaupa svínakjöt beint frá bónda. Við fáum faglega og góða aðstoð til að geta boðið þér þetta. Það er Sláturfélag Suðurlands sem er rótgróið og gamalt fyrirtæki sem hefur séð um slátrun á svínakjöti og getið sér gott orð fyrir góða vöru. Síðan er það kjötvinnslan Krás á Selfossi þar sem starfa útlærðir kjötiðnaðarmeistarar og kjötiðnaðarmenn. Að okkar mati eru þeir með þeim bestu í vinnslu á svínakjöti.

Þannig færð þú svínakjöt í frystinn hjá þér unnið eftir öllum ströngustu reglum á Íslandi og umfram allt íslenskt, sem við öll þurfum að styðja í dag. 

Við vonum að þér líki varan og verðir áframhaldandi viðskiptavinur okkar. 

Breyta


Knúið áfram af einfalt.is